Samantekt um þingmál

Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

533. mál á 153. löggjafarþingi.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Markmið

Að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari yfirlestrar.

Helstu breytingar og nýjungar

Lögð er til breytt röðun á köflum og ákvæðum laga um almannatryggingar. Endurröðunin felur m.a. í sér að sumum ákvæðum laganna er skipt upp í nokkur smærri ákvæði, kaflar eru færðir til, nýjum köflum er bætt við og öðrum er skipt upp. Þannig verði ákvæði um ellilífeyri í einum kafla og ákvæði um örorkulífeyri og tengdar greiðslur í öðrum kafla. Jafnframt eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð sem aðallega varða réttindaávinnslu og ákvörðun réttinda umsækjenda um örorku- og endurhæfingarlífeyri á grundvelli tryggingatímabila og ætlaðra tímabila til framtíðar.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007.
Lög um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Lög um málefni aldraðra, 125/1999.
Lög um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, nr. 74/2020.

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á útgjöld ríkissjóðs að því undanskildu að gert er ráð fyrir að ákvæði sem styður við framkvæmd um að fylgja gagnkvæmum milliríkjasamningum varðandi meðhöndlun tekna geti aukið útgjöld um allt að einn milljarð kr.

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum.


Síðast breytt 22.08.2023. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.